Quantcast
Channel: Landmælingar ÍslandsKortaþjónustur – Landmælingar Íslands
Viewing all articles
Browse latest Browse all 12

Hægt að sækja kort og loftmyndir LMÍ í fullri upplausn

$
0
0

Hjá Landmælingum Íslands er til einstakt safn loftmynda og korta sem starfsmenn stofnunarinnar hafa unnið við á undanförnum árum, að koma á stafrænt form fyrir vefinn. Stór hluti kortanna er nú kominn á vefinn einnig mikið magn loftmynda, þó mikið verk sé enn fyrir höndum í skönnun loftmynda.

Loftmyndirnar sem eru af öllu landinu eru teknar á mismunandi tímum frá árinu 1937 til ársins 2000 og hafa þær ómetanlegt samanburðar- og heimildagildi. Í kortasafninu má finna ýmis konar kort bæði gömul og nýrri, ýmist í eigu stofnunarinnar eða annarra.

Hingað til hefur aðeins verið hægt að sækja myndirnar og kortin í lítilli upplausn á JPG sniði en nú hafa verið gerðar þær breytingar að einnig er hægt að sækja hvoru tveggja í fullri upplausn á Tiff skráarsniði. Vakin er athygli á því að Tiff skrárnar geta verið mjög stórar og niðurhal á þeim gæti verið tímafrekt og kostnaðarsamt. Því er rétt að hafa samband við stofnunina á netfanginu lmi@lmi.is ef um er að ræða mikið magn mynda sem ætlunin er að sækja.

 

Facebook Twitter Plusone

Viewing all articles
Browse latest Browse all 12